Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykur í flugstjórnarklefa einkaþotu
Mánudagur 2. júlí 2012 kl. 09:41

Reykur í flugstjórnarklefa einkaþotu


Tilkynnt var um reyk í flugstjórnarklefa í lítilli einkaþotu og lenti hún heil á höldnu  á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir kl. 09 í morgun. Samkvæmt upplýsingum Isavia voru fjórir um borð í vélinni, tveir flugmenn og tveir farþegar.

Viðbragðsáætlun var virkjuð í morgun þegar ljóst var að vélin væri á leið til lendingar í Keflavík. Lendingin gekk vel og var vélin flutt til skoðunar en talið er að reykurinn hafi komið úr loftræstibúnaði vélarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi mynd var tekin rétt í þessu þegar þotan var dregin í flugskýli þar sem hún verður skoðuð. VF-mynd: Hilmar Bragi