Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjavíkurmaraþon: Yfir hálf milljón safnaðist í Minningarsjóð Ölla
Nokkrir þeirra hlaupara sem hlupu fyrir Minningarsjóð Ölla um síðustu helgi. Mynd af Facebook síðu sjóðsins
Þriðjudagur 23. ágúst 2016 kl. 09:20

Reykjavíkurmaraþon: Yfir hálf milljón safnaðist í Minningarsjóð Ölla

Hlauparar sem hlupu fyrir Minningarsjóð Ölla í Reykjavíkurmaraþoni um liðna helgi söfnuðu 540.000 krónum. Alls hlupu 21 hlaupari fyrir sjóðinn. Minningarsjóður Ölla var stofnaður haustið 2013 til minningar um Örlyg Aron Sturluson, körfuboltamann, sem lést af slysförum árið 2000, 18 ára gamall. Markmið sjóðsins er að styrkja þau börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga þess kost vegna bágrar fjárhagsstöðu forráðamanna.

Aðstandendur sjóðsins eru þakklátir fyrir stuðninginn má hér fyrir neðan lesa þakkir frá þeim á Facebook síðu Minningarsjóðs Ölla

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024