Föstudagur 10. september 2004 kl. 16:00
Reykjarvíkurlögreglan mun rannsaka mannslátið
Lögreglan í Reykjavík mun rannsaka andlát Bjarka Hafþórs Vilhjálmssonar sem lést eftir átök við lögreglumenn í Keflavík í gær.
Lögreglan í Keflavík getur af skiljanlegum ástæðum ekki rannsakað málið vegna tengsla og ákvað ríkissaksóknari því að Lögreglan í Reykjavík skuli sjá um rannsóknina.