Reykjarlykt í þotu BA sem nauðlenti í Keflavík
Vél British Airways nauðlenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli kl. 18:17. Flugmaðurinn, sem sendi frá sér lægra stig neyðarkalls kl. 17:20 vegna brunalyktar og lítilsháttar reyks í miðju farþegarými, hefur óskað eftir að fá að aka upp að flugstöðinni. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300, verður rýmd en 165 manns eru um borð.
Vélin var að koma frá Lundúnum en ekki er vitað hver áfangastaður var. Þegar hún hefur verið rýmd verður hún skoðuð. Flugmaðurinn aflýsti neyðarástandi þegar vélin var lent í Keflavík og sagðist hafa fulla stjórn á ástandinu. Að skoðun lokinni verður tekin ákvörðun um það hvort fólkið mun fara áfram með sömu vél eða annarri vél. Morgunblaðið á Netinu greinir frá þessu.
Vélin var að koma frá Lundúnum en ekki er vitað hver áfangastaður var. Þegar hún hefur verið rýmd verður hún skoðuð. Flugmaðurinn aflýsti neyðarástandi þegar vélin var lent í Keflavík og sagðist hafa fulla stjórn á ástandinu. Að skoðun lokinni verður tekin ákvörðun um það hvort fólkið mun fara áfram með sömu vél eða annarri vél. Morgunblaðið á Netinu greinir frá þessu.