Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Reykjanesvirkjun var bjargvættur rekstrar HS eftir brotthvarf varnarliðsins
Þriðjudagur 3. apríl 2007 kl. 16:21

Reykjanesvirkjun var bjargvættur rekstrar HS eftir brotthvarf varnarliðsins

-segir Ellert Eiríksson, fráfarandi stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja-

„Það er ljóst að hefði Reykjanesvirkjun ekki verið byggð og tekin í notkun á síðasta ári hefði þurft að hækka raforku til almennings hér á Suðurnesjum því brotthvarf varnarliðsins skyldi eftir sig stórt skarð í rekstri Hitaveitu Suðurnesja“, segir Ellert Eiríksson, fráfarandi stjórnarformaður HS í viðtali við Víkurfréttir.

Aðspurður um sölu ríkisins á 15% hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja sagði Ellert það ljóst að nýr aðili kæmi inn í fyrirtækið. En sagði svo:
„Ég er þó ekki viss um að fagfjárfestir sem vill koma inn núna sætti sig við að greiða út þriðjung ársnettóhagnaðar til hluthafa (um 400 millj. króna) eins og hitaveitan gerir nú eftir síðasta rekstrarár og leggja tvo þriðju í framtíðar uppbyggingu fyrirtækisins. Ég er ekki viss um að almennir fjárfestar sætti sig við svo lítinn arð. Þetta eru tvísýnir tímar framundan hjá Hitaveitu Suðurnesja en jafnframt spennandi og ég held að það verði ekki framhjá því litið að rekstrarmunstur fyrirtækisins mun breytast á næstu 2-3 árum. Ég held að það sé ekkert vafamál.“

Ellert sagðist mjög bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins sem ekki síst lægi í mannauð fyrirtækisins. „Færni, frumkvæði og forysta er einkunn sem ég gaf starfsmönnunum og greindi frá því á aðalfundinum og ég er mjög bjartsýnn á framtíðina hjá HS“.

Mynd: Ellert Eiríksson ásamt fíkniefnaleitarhundinum Þorbirni, sem HS gaf Tollinum nýverið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024