Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesvirkjun: Steypuvinna hefst í lok mánaðarins
Mánudagur 13. september 2004 kl. 13:22

Reykjanesvirkjun: Steypuvinna hefst í lok mánaðarins

Steypuframkvæmdir við stöðvarhús Reykjanesvirkjunar hefjast í lok mánaðarins. Nú er unnið að jarðvinnu á virkjunarstaðnum og ganga þær framkvæmdir vel að sögn Geirs Þórólfssonar verkefnisstjóra hjá Hitaveitu Suðurnesja.
„Þetta gengur allt ágætlega miðað við hve stutt er síðan ákvörðun var tekin um að ráðast í byggingu Reykjanesvirkjunar,“ sagði Geir í samtali við Víkurfréttir.
Næstu daga verður hafist handa við að stilla upp timbri fyrir steypuvinnu við stöðvarhúsið sem verður um 3000 fermetrar að stærð.
Raforkuframleiðsla Reykjanesvirkjunar verður 100 MW sem fæst með nýtingu jarðgufu. Heildarkostnaður við byggingu Reykjanesvirkjunar verður 9 til 10 milljarðar króna.

Myndin: Frá framkvæmdum á virkjunarstað á Reykjanesi. Myndin var tekin um miðjan ágúst.

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024