Reykjanesvirkjun í gang innan skamms
Búist er við því að Reykjanesvirkjun verði komin í full afköst eftir þann 22. maí, um 3 vikum á eftir upphaflegri áætlun. Önnur vélanna tveggja í virkjuninni verður þó komin í full afköst þann 15. þessa mánaðar en sú seinni viku síðar. Mun Reykjanesvirkjun þá skila frá sér 96,5 MW sem munu fara í að knýja nýju kerin í álveri Norðuráls á Grundartanga.
Ástæður tafanna eru nokkrar og eru þær tíundaðar í samantekt á vefsíðu Hitaveitu Suðurnesja. Helst var það metnaðurinn í tímamörkunum, en nú eru einungis tæp 2 ár frá því að fyrsta skóflustungan var tekin að virkjuninni og framkvæmdir hófust ekki fyrr en í ágúst 2004. Þannig var ljóst að ekki var mikið svigrúm til frávika frá áætlunum, en framkvæmdir við gufuöflunina töfðust og lauk ekki fyrr en í mars. Auk þess varð 4 mánaða seinkun á smíði og afhendingu gufuskilja.
Í byrjun apríl var engu að síður gert ráð fyrir að fyrri vélin væri komin í rekstur eigi síðar en 1. maí og seinni vélin skömmu síðar. Þann 5. apríl var gufu hleypt á gufulagnir að vél 1 til hreinsunar á lögnum áður en gufunni væri hleypt inn á vélina. Byggt á reynslu frá Svartsengi var áætlað að þetta tæki á bilinu 5 til 14 daga en niðurstaðan varð 28 dagar og í því liggur þessi 2 vikna seinkun. Í dag eru allar lagnir orðnar hreinar og gufu hefur þegar verið hleypt á vél 1 og er hafið uppkeyrsluferli sem tekur u.þ.b. viku og er alfarið stýrt af fulltrúa framleiðenda túrbínanna, Fuji Electric Turbines í Japan.
Vegna þessara tafa samdi Norðurál við Landsvirkjun um kaup á raforku til skamms tíma, eða þar til að orkan fer að streyma frá Reykjanesvirkjun í nýju kerin í álverinu á Grundartanga.
Ástæður tafanna eru nokkrar og eru þær tíundaðar í samantekt á vefsíðu Hitaveitu Suðurnesja. Helst var það metnaðurinn í tímamörkunum, en nú eru einungis tæp 2 ár frá því að fyrsta skóflustungan var tekin að virkjuninni og framkvæmdir hófust ekki fyrr en í ágúst 2004. Þannig var ljóst að ekki var mikið svigrúm til frávika frá áætlunum, en framkvæmdir við gufuöflunina töfðust og lauk ekki fyrr en í mars. Auk þess varð 4 mánaða seinkun á smíði og afhendingu gufuskilja.
Í byrjun apríl var engu að síður gert ráð fyrir að fyrri vélin væri komin í rekstur eigi síðar en 1. maí og seinni vélin skömmu síðar. Þann 5. apríl var gufu hleypt á gufulagnir að vél 1 til hreinsunar á lögnum áður en gufunni væri hleypt inn á vélina. Byggt á reynslu frá Svartsengi var áætlað að þetta tæki á bilinu 5 til 14 daga en niðurstaðan varð 28 dagar og í því liggur þessi 2 vikna seinkun. Í dag eru allar lagnir orðnar hreinar og gufu hefur þegar verið hleypt á vél 1 og er hafið uppkeyrsluferli sem tekur u.þ.b. viku og er alfarið stýrt af fulltrúa framleiðenda túrbínanna, Fuji Electric Turbines í Japan.
Vegna þessara tafa samdi Norðurál við Landsvirkjun um kaup á raforku til skamms tíma, eða þar til að orkan fer að streyma frá Reykjanesvirkjun í nýju kerin í álverinu á Grundartanga.