Reykjanesvirkjun formlega tekin í notkun
Reykjanesvirkjun var formlega tekin í notkun með viðhöfn í gær að viðtöddum fjölda gesta. Hún er stærsta verkefnið sem Hitaveita Suðurnesja hefur ráðist í en heildarkostanaður við hana er um 13,5 milljarðar og framleiðir hún 100 MW af rafmagni.
Tvær hverfilsamstæður virkjunarinnar framleiða hvor um sig 50 MW og fer nær öll raforkuframleiðslan til álvers Norðuráls í Hvalfirði. Hverfilsamstæðurnar eru framleiðddar af japanska fyrirtækinu Fuji Electric. Afhending orku hófst seinnihluta í maí, aðeins síðar en áætlað var, vegna tafa við uppstart virkjunarinnar.
Að öðru leiti hafa fyrstu mánuðir framleiðslunnar gengið vel ef frá er talin bilun sem kom upp í haust í annarri hverfilsamstæðunni vegna vegna framleiðslugalla.
Hitaveita Suðurnesja undirritaði í sumar samninga við fyrirtækið JANVS International Ltd. vegna uppsetningar á sýningunni Orkuverið Jörð sem fyrirhugað er að setja upp í Reykjanesvirkjun. Áætlaður kostnaður vegna hennar er um 125 milljónir en reiknað er með að sýningin muni hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Efri mynd: Júlíus Jónsson, forstjóri HS, og fulltrúi frá Fuji Electric brutu lokið á trétunnunni samkvæmt japönskum sið og skenktu gestum saki í litlum tréöskjum sem gefnar voru gestum til minningar.
Neðri mynd: Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, Sigríður Jóna Jóhannesdóttir og Þorsteinn Erlingsson, skála í saki fyrir nýrri Reykjanesvirkjun.
VF-myndir:elg