Reykjanestáin skalf
				
				33 smáskjálftar riðu yfir við Reykjanestá í gærkvöldi. Hrinan hófst um 7,5 km vestur af Reykjanestá klukkan 18 í gærkvöldi og reið síðasti skjálftinn yfir klukkan 22. Hann reyndist sá stærsti, eða um 2,2 á Richter, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands. Ekki hafa fundist fleiri skjálftar á svæðinu að því er fram kemur á sjálfvirkum jarðskjálftamælum Veðurstofunnar, en frá þessu er greint á vef mbl.is
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				