Reykjanesið kynnt á Menningarnótt
Markaðsstofa Reykjaness kynnir möguleika í ferðaþjónustu
Ferðsýningar og kynningar á möguleikum í þjónustu og upplifunum sem svæðið hefur að bjóða eru í fullum undirbúningi hjá Markaðsstofu Reykjaness. Stofan mun kynna svæðið og möguleika þess í ferðaþjónustu á Laugaveginum á Menningarnótt í Reykjavík á morgun, þann 24. ágúst ásamt markaðstofum landshlutanna.
Reykjanesið verður einnig sérstaklega kynnt á jarðvangsráðstefnu á Ítalíu í byrjun september auk þess sem markaðsstofan hefur tryggt sér þátttöku í VestNorden á Grænlandi. Uppselt er á þá kaupstefnu og mörg fyrirtæki á biðlista. Þá er verið að vinna að kortlagningu ferðaþjónustu á Reykjanesi sem kemur til með að nýtast í hvers konar vöruþróun á svæðinu í framtíðinni.