Reykjaneshryggur skelfur
Jarðskjálfti upp á 3,5 á Richter mældist á Reykjaneshrygg í gærdag. Minni skjálftar gengu yfir í kjölfarið. Stóri skjálftinn mældist laust fyrir klukkan fimm í gær. Skömmu áður höfðu þrír minni skjálftar, sem voru á bilinu 2,2 til 2,6 á Richter, mælst á sama svæði. Eftir stóra skjálftann fylgdi röð minni skjálfta í um hálftíma í viðbót.
Flestir skjálftarnir áttu sér stað suðvestan af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Sá stærsti var 14,6 kílómetra frá Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg.