Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 27. desember 2000 kl. 01:42

Reykjaneshöllin:Tæplega ellefu milljónir í leigutekjur

Tekjur Reykjaneshallarinnar fyrir tímabilið 9. janúar til 30. september 2000 eru samanlagt tæpar ellefu milljónir króna. Þar af er millifærður styrkur rúmar 6 millj. kr., tekjur vegna útleigu rúmar 4 millj. kr. og auglýsingatekjur tæplega 400 þús. kr.
Þetta kom fram í greinargerð sem fulltrúar Samfylkingarinnar óskuðu eftir að lögð yrði fram. Í greinargerðinni kom einnig fram að fjöldi notenda á þessu tímabili væri rúmlega 33 þúsund einstaklingar og notkun væri rúmlega þrjú þúsund klukkustundir. Göngugarpar hafa einnig verið duglegir við að nýta sér aðstöðuna en á tímabilinu 1. mars til 30. nóvember mættu tæplega 3000 einstaklingar í Höllina til að fá sér göngutúr.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024