Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 17. febrúar 2000 kl. 17:00

Reykjaneshöllin opnuð formlega á laugardag

Reykjaneshöllin, fyrsta yfirbyggða knattspyrnuhús á Íslandi opnar formlega á laugardaginn 19. feb. Hér er allt um þessa nýju höll.Jan./feb.1999 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar byrjaði nýhafið árið á því að hafna öllum fyrstu tillögum sem komu vegna fjölnota íþróttahúss með knattspyrnuvelli í fullri stærð. Málið var samt sjóðheitt og ákveðið var að skoða betur eina af fjórum tillögum Verkafls, dótturfyrirtækis Íslenskra aðalverktaka. Í lok febrúar var samþykkt að ganga til samninga við Verkafl hf. „Stóri draumur margra bæjarbúa er nú að rætast“, sagði Jónína Sanders, formaður bæjarráðs og oddamaður bæjarstjórnar í sérstakri nefnd um þetta stóra mál í upphafi. Mars 1999 Samningar um fyrsta yfirbyggða knattspyrnuhús landsins- oft nefnt fjölnota íþróttahús voru undirritaðir 14. febrúar í minnsta íþróttasal Reykjanesbæjar, í Myllubakkaskóla. Fulltrúar Reykjanesbæjar, Verkafls hf. og Landsbankans undirrituðu samninga en þá síðarnefndi var aðal fjármögnunaraðili byggingarinnar. „Við teljum að svona verkefni eigi eftir að aukast í framtíðinni“, sagði Stefán Friðfinnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra aðalverktaka við þessi stóru tímamót. Fótbolti var merktur í tilefni dagsins og þá sögðu menn að fjölnota boltinn væri farinn að rúlla... Apríl 1999 Framkvæmdir hófust þegar fyrsta skóflustunga að fjölnota íþróttahúsi var tekin í lok aprílmánaðar. Það var á björtum degi í byrjun sumars. Stefán Friðfinnson, framkvæmdastjóri ÍAV fór í hvítan sumarbol merktum fyritækinu og tveir ungir bæjarbúar í Reykjanesbæ hjálpuðu til við fyrsta gröftinn. Fjörið var byrjað. Júní 1999 Framkvæmdir við húsið ganga mjög vel í júníbyrjun. Iðnaðarmenn eru byrjaðir að slá upp steypumótum fyrir sökkul hússins þó svo jarðvinnu væri ekki lokið. Byrjað var að steypa fyrstu daga mánaðarins. Risastórt moldarfjall vakti athygli og fékk nafnið „Jónínufell“ eftir Jónínu Sanders, formanni bæjarráðs. Ágúst 1999 Lokið var við að setja upp risavaxna þakgrind hússins. Járnamenn sem og aðrir iðnaðarmenn unnu hörðum höndum og framkvæmdir gengu mjög vel. Stálgrindin stóra rís hæst í 15 metrum og hafið er einir 72 metrar. Allir í „svíng“ eftir góðu gengi við höllina háu. September 1999 Fjölnota húsið er að komast undir þak í septembermánuði. Vel hefur gengið að koma klæðningu á stálgrindina sem heldur uppi þakinu. Stutt var í að húsinu yrði lokað. Nú þegar búið að ákveða ýmsar uppákomu í húsinu á nýju árþúsundi, þar á meðal kristnitökuhátíð. Október 1999 Ellert Eiríksson, bæjarstjóra Reykjanesbæjar dreymdi alltaf að verða landsliðsmarkvörður í knattspyrnu. Nú rættist sá draumur, hér um bil. Hann fór í markið - einn á móti fjöldanum. Nafnið á húsið var komið - Reykjaneshöllin var það heillin! Rúnar Júlíusson sigraði í fyrstu vítaspyrnukeppni sem háð var í húsinu. Já, svona gerast hlutirnir í Reykjanesbæ (Keflavík, sagði Rúnni Júll!). Húsið var kynnt 17. október í tilefni af því að það var fokhelt. Nóvember 1999 Starfsmenn ÍAV slógu ekki slöku við þótt vetur væri gengið í garð. Þjónustuhúsið var komið upp og er með viðarklæðningu, ekki slæm hugmynd. Flott framan á þetta stóra hús. Ljósmyndari Víkurfrétta myndaði starfsmennina á þaki þjónustubyggingarinnar að sópa í sjaldgæfri morgunsól. Janúar 2000 Stutt í opnun. Reykjanesbær undirritar samning við Knattspyrnusambandið og fjölmargir óska eftir húsinu undir ýmis konar sýningar og uppákomur. Fyrsta knattspyrnuæfingin fór fram 18. janúar. Samþykkt að hefja starfsemi í húsinu þó formleg opnun yrði ekki fyrr en rúmum mánuði síðar. Formleg opnun ákveðin 19. febrúar. Meiri umfjöllun um Reykjaneshöllina í FRÉTTIR OG ELDRI GREINAR.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024