Reykjaneshöllin fær „nýtt“ nafn
	Stjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur í samstarfi við Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur fengið samþykkt í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar að „selja“ Reykjaneshöllina til styrktaraðila. Hún mun næstu þrjú árin bera nafnið Phillips-höllin.
	Umsókn þessa efnis var samþykkt á fundi ráðsins 3. maí sl. Reykjaneshöllin var fyrsta knattspyrnuhöllin á Íslandi og var tekin í notkun í febrúar árið 2000.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				