Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 16. febrúar 2000 kl. 16:38

Reykjaneshöllin er sérstaklega „veður“-styrkt

Þrjú þúsund tonn af steinsteypu Reykjaneshöllin er um 7.800 m2 íþróttasalur auk 500 m2 þjónustuhúss á tveimur hæðum. Burðarvirki íþróttasalarins eru stálgrindarbogar sem hvíla á steyptum veggjum og undirstöðum. Þjónustubyggingin er stálgrindarhús með steyptri plötu yfir 1. hæð. Fjarhitun hf. annaðist alla hönnun steypuvirkja svo og loftræsi- og lagnakerfa, en Páll Guðmundsson verkfræðingur annaðist verkið fyrir hönd Fjarhitunar. Þá yfirfór Fjarhitun útreikninga og teikningar af stálgrindinni sem framleidd var og hönnuð af Teraselementti í Finnlandi einkum með tilliti til þess að hún stæðist álag frá íslenskri veðráttu. „Þótt byggingin sé stór og mikil þurfti að hanna undirstöður og festingar þannig að þær héldu húsinu niðri. Í hvassviðri getur álag á hverja undirstöðu orðið 70 tonn upp á við og 120 tonn lárétt. Til þess að mæta þessu álagi eru miklar steyptar undirstöður undir langveggjum hússins. Ofan á undirstöðunum og að langveggjum er jarðvegsfylling sem heldur húsinu niðri og stífar það af. Í húsið fóru alls um 1200 m3 eða 3000 tonn af steypu og um 130 tonn af steypustyrktarjárni“, segir Páll og bætir við að verkið hafa í alla staði verið mjög áhugavert. „Verkið var unnið á stuttum tíma og samvinna milli hönnuða og verktaka var mjög góð. Tímaáætlanir gengu líka allar upp, þannig að ég get ekki annað en verið ánægður“, segir Páll.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024