Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjaneshöll: Nýtt gervigras fyir 20 milljónir
Föstudagur 2. nóvember 2007 kl. 11:11

Reykjaneshöll: Nýtt gervigras fyir 20 milljónir

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að ganga til samninga við fyrirtækið Polytan um lagningu á nýju gervigrasi í Reykjaneshöll, en, eins og margoft hefur komið fram, hefur svifryksmengun í Reykjaneshöll verið langt yfir mörkum undanfarin misseri.

Fyrr í ár var tekið til þess bragðs að kaupa sérstaka ryksugu til að þrífa gólfið og var í framhaldinu ráðist í hreinsun á höllinni. 
SAmanlagður kostnaður við það tvennt var um 6,5 milljónir.

Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóri Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, (MÍT) lagði á fundinum í gær fram greinagerð þar sem kom fram að heildarkostnaður við hið nýja gras ásamt eftirliti verður kr. 20.710.944,- og var upphæðinni vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar eftir að hún var samþykkt 5-0 í bæjarráði.

Í áætlunum sem voru kynntar ekki alls fyrir löngu var vonast til að nýja grasið væri komið í gagnið fyrir áramót.

VF-mynd/Þorgils - Frá fótboltaleik í Reykjaneshöllinni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024