Reykjaneshöfn sækir um aðild að Reykjanes UNESCO Global Geopark
Stjórn Reykjaneshafnar hefur falið hafnarstjóra að óska eftir því við Reykjanes UNESCO Global Geopark (RUGGP) að Reykjaneshöfn gerist samstarfsaðili jarðvangsins og fái þar með að nota merki hans í markaðssetningu Reykjaneshafnar. Þetta var samþykkt samþykkt á síðasta fundi stjórnar hafnarinnar.
Hafnarstjóri kynnti fyrir stjórn hafnarinnar hugmyndina sem lægi til grundvallar því að vera samstarfsaðili Reykjanes UNESCO Global Geopark og þann ávinning sem Reykjaneshöfn gæti hlotið af því að verða viðurkennt Reykjanes UNESCO Global Geopark fyrirtæki.