Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Reykjaneshöfn hagræðir vegna gjaldþrots og samdráttar í innflutningi
Olíuskip kemur til hafnar í Helguvík nú síðsumars. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 3. október 2019 kl. 15:48

Reykjaneshöfn hagræðir vegna gjaldþrots og samdráttar í innflutningi

Vegna alvarlegs skuldavanda Reykjaneshafnar, langvarandi rekstrarvanda og mikils samdráttar í verkefnum hafnarinnar, m.a. vegna gjaldþrots kísilverksmiðju Sameinaðs Sílikons hf. og samdráttar í innflutningi á eldsneyti, hefur verið tekin ákvörðun um hagræðingu í rekstri hafnarinnar. Þetta kemur fram í gögnum síðasta stjórnarfundar Reykjaneshafnar.

Hagræðingin felst meðal annars í því að fækka stöðugildum hjá Reykjaneshöfn og endurskipuleggja fyrirkomulag bakvakta úr tvöföldu kerfi í eitt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrirliggjandi tillaga hafnarstjóra um hvernig staðið verður að þeirri framkvæmd var samþykkt samhljóða á fundinum.