Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjaneshöfn aðili að Cruise Iceland
Ocean Edeavour kom í Keflavíkurhöfn 30. júní sl. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 14. september 2018 kl. 09:39

Reykjaneshöfn aðili að Cruise Iceland

- Smærri farþegaskip hefðu góð áhrif fyrir Reykjaneshöfn

Reykjaneshöfn er aðili að Cruise Iceland en á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Reykjaneshafnar og Cruise Iceland þess efnis.
 
 
Á 218. fundi stjórnar Reykjaneshafnar þann 28. júní sl. samþykkti stjórnin að sækja um aðild af samtökunum. Cruise Iceland eru regnhlífarsamtök fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins sem vilja markaðssetja Ísland sem ákjósanlegan viðkomustað fyrir skemmtiferðaskip, bæði stór og smá. Í því felst sameiginlegt markaðsstarfa gagnvart viðkomandi útgerðum og samstarf við hliðstæð samtök erlendis.
 
Í þessari markaðssetningu horfir Reykjaneshöfn til smærri farþegaskipa sem hefðu jákvæð áhrif á rekstur hafnarinnar og væru jafnframt ný stoð í flóru ferðamennsku á Suðurnesjum. 
 
Dæmi um slík skip er skemmtiferðaskipið Ocean Edeavour sem kom í Keflavíkurhöfn 30. júní sl.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024