Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 1. desember 2000 kl. 10:08

Reykjanesbrautin orðið 52 að bana

Reykjanesbrautin hefur orðið 52 að bana frá því hún var lögð. Þar af hefur brautin tekið sex mannslíf á þessu ári. Þetta kom fram á Stöð 2 í kvöld. Tuttugu og átta hafa látist í umferðinni á Íslandi á þessu ári.
Árni Johnsen, formaður samgöngunefndar Alþingis, sagði í viðtali í kvöld að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar hæfust árið 2002 og gert væri ráð fyrir því að tvöföldun brautarinnar milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar verði lokið ekki síðar en 2006 eða fimm árum áður en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024