Reykjanesbrautin og Grindavíkurvegur enn lokuð
Bílar fastir víða á brautinni.
Reykjanesbraut er enn lokuð vegna ófærðar. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurnesjum eru bílar víða fastir þar og björgunarsveitir vinna að því að koma þeim úr vegi til að hægt verði fyrir snjóruðningstæki að komast leiðar sinnar.
Samkvæmt veðurspá á vind að lægja seinni partinn og bæta svo aftur í í kvöld. Enn er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.