Mánudagur 12. júní 2017 kl. 11:35
Reykjanesbrautin malbikuð fram á kvöld
-Búast má við lítils háttar töfum
Tvær akreinar á Reykjanesbraut, austan megin við Voga á Vatnsleysuströnd, verða fræsaðar og malbikaðar í dag. Akreinunum verður lokað og umferðahraði lækkaður fram hjá vinnusvæðinu, svo búast má við lítils háttar umferðartöfum.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir til klukkan 20 í kvöld.