Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 9. desember 2002 kl. 23:39

Reykjanesbrautin malbikuð

Reykjanesbrautin verður malbikun og undirskrift samnings við Háfell ehf./Jarðvélar og Eykt hf. verður eftir hádegi á morgun. Tilboð í fyrsta áfanga voru opnuð fyrir mánuði síðan. Lægsta tilboðið var frá fyrrgreindum aðilum upp á 616 milljónir króna.
Steinþór Jónsson, frá Áhugahópi um örugga Reykjanesbraut sagðist ánægður með gang mála en forsvarsmenn hópsins muni þó vilja nota tækifærið og ræða við samgönguráðherra um nokkur mál er varða fyrsta áfanga í breikkun brautarinnar. Samkvæmt útboðslýsingu er um að ræða 8 km. kafla sem hópurinntelur að þurfi að lengja þegar í fyrsta áfanga vegna sérstakra aðstæðna við efnistöku. Augljóst hagræði sé að hafa hann lengri auk þess sem upphæð tilboðs gefur ástæðu til að semja við verktakann um að lengja kaflann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024