Lögreglan á Suðurnesjum hefur látið loka Reykjanesbraut vegna ófærðar. Núna kl. 15 var vindstyrkur kominn í 23 m/s á Keflavíkurflugvelli af suðaustri og mesta hviða var 30 m/s.