Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbrautin lokar klukkan 18
Mánudagur 7. desember 2015 kl. 13:44

Reykjanesbrautin lokar klukkan 18

Ekkert ferðaveður og því öruggara að loka vegum

Vegagerðin hefur í samráði við Lögregluna og björgunarsveitir hefur ákveðið að loka fjölda vega um allt land sökum veðurs.  

Reykjanesbraut verður því lokað klukkan 18:00 og Suðurstrandarvegur lokar klukkan 15:00. Grindavíkurvegi verður hugsanlega lokað klukkan 15:00 en nánari upplýsingar fá finna hér á vef Vegagerðarinnar. Ljóst er að ekkert ferðaveður verður og því öruggara að loka vegum áður en í óefni stefnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áætlað er að opna Reykjanesbraut klukkan 05:00 á þriðjudagsmorgun samkvæmt vef Vegagerðarinnar.