Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 16. janúar 2002 kl. 17:23

Reykjanesbrautin - Tvöföldun ljúki 2004

Engar athugasemdir komu fram í umhverfismati vegna tvöföldunar Reykjanesbrautarinnar sem ætti að tefja framkvæmdina. Að sögn Kristjáns Pálssonar, þingmanns ætti útboð á verkinu að geta orðið í sumar og framkvæmdir hafist í haust.
Kristján segir að nú standi yfir vinna við gerð vegaáætlunar hjá samgönguráðherra. Í henni verður úthlutað fjármagni til allra vegaframkvæmda á landinu næstu 4-5 árin, þar á meðal til tvöföldunar Reykjanesbrautar. Vegaáætlunin verður lögð fyrir Alþingi á vorþinginu sem verður í styttra lagi vegna bæjar- og sveitarstjórnarkosninga í maí.
Krafa Suðurnesjamanna í Reykjanesbrautarmálinu er sú að verkinu verði lokið árið 2004 eins og ályktað var um á Stapafundinum fyrir ári síðan þar sem eitt þúsund Suðurnesjamenn mættu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024