Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 12. febrúar 2001 kl. 09:52

Reykjanesbrautin - Meiri fræðsla og löggæsla

„Áhugahópurinn hefur staðið sig mjög vel og á lof skilið. Við vonumst til að geta átt gott samstarf við hópinn“, sagði Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra að loknum fundi með forráðamönnum áhugahóps um örugga Reykjanesbraut í ráðuneytinu í lok sl. viku.Ráðherra hafði boðað sýslumenn, ríkislögreglustjóra, talsmann tryggingafélaga, vegamálastjóra og forráðamann umferðaráðs á fundinn.
„Við erum mjög ánægðir með fundinn með dómsmálaráðherra og þessum aðilum. Menn eru sammála um að fræðsla og aukin löggæsla sé eitt að lykilatriðum í átt að betri braut áður en hún verður tvöfölduð“, sagði Steinþór Jónsson, talsmaður áhugahópsins.
Á fundinum lagði áhugahópurinn fram minnisblað með all nokkrum hugmyndum um verklega breytingar á Reykjanesbraut. Þar var m.a. rætt um uppsetningu skilta og merkingar á brautinni. Einnig var mikið rætt um svokallaðar „axlir“. Þá voru lagðar fram spurningar um ýmis atriði, t.d. hvernig sé best að halda niðri hraðakstri sem og hægakstri.
Mjög góð umræða var á fundinum sem tók tæpar tvær klukkustundir og var ábendingum áhugahópsins tekið mjög vel.

Steinþór Jónsson, talsmaður hópsins, sagði í samtali við Víkurfréttir eftir fundinn að íbúar Suðurnesja væru duglegir að koma með ábendingar um það sem betur mætti fara við Reykjanesbrautina. Steinþór sagði að eftir fundinn með Sólveigu ráðherra hefði áhugahópurinn greiða leið að öllum aðilum er tengjast málinu, s.s. Umferðarráði og Vegagerðinni. Steinþór hvatti fólk til að koma ábendingum á netfangið [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024