Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 23:15

REYKJANESBRAUT UNDIR HNÍFINN

Meðal þeirra framkvæmda sem á að fresta á næsta ári, til að draga úr þenslu í þjóðfélaginu, er byrjunin á tvöföldun Reykjanesbrautar, en hana átti að hefja í Mjóddinni í Reykjavík. Til framkvæmdanna átti að veita 100 milljónum króna á næsta ári. Kristján Pálsson (D), þingmaður Reykjaneskjördæmis, segir að tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar hafi ekki verið kominn inn á áætlun, en ljóst er að verkið í heild tefjist vegna þessa niðurskurðar. Hann lét eftirfarandi ummæli falla í viðtali við dagblaðið Dag: „Við þingmenn Reykjaneskjördæmis höfum til að mynda lagt áherslu á að tvöföldun Reykjanesbrautar verði flýtt. Ég fæ ekki séð hvernig menn ætla að réttlæta það að skera niður framkvæmdir í vegamálum úti á landi á sama tíma og menn ætla að ráðast í að endurnýja Reykjavíkurflugvöll, gegn vilja íbúasamtaka á svæðinu og borgaryfirvalda.”
Bílakjarninn
Bílakjarninn