Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi mögulega lokað
Miðað við veðurspá gæti þurft að loka einhverjum vegum á meðan veðrið sem spáð er gengur yfir. Þeir vegir sem mestar líkur eru á að þurfi að loka eru í meðfylgjandi töflu. Ef veðurspá breytist – eða aðrar aðstæður – verður tekið mið af því. Reynt verður eftir megni að halda aðalleiðum opnum, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Reykjanesbraut - lokun
Kl.12:00 þriðjudaginn 10.des 2019 til kl.13:00 miðvikudaginn 11.des 2019
Grindavíkurvegur - lokun
Kl.12:00 þriðjudaginn 10.des 2019 til kl.13:00 miðvikudaginn 11.des 2019
Suðurstrandarvegur - lokun
Kl.13:00 þriðjudaginn 10.des 2019 til kl.13:00 miðvikudaginn 11.des 2019