Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi lokað í nótt
Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi verður lokað í nótt vegna veðurs. Lokunarpóstar verða mannaðir björgunarsveitarfólki kl. 02 í nótt og verða þessar leiðir lokaðar eins lengi og þurfa þykir.
Ekkert ferðaveður verður á landinu aðfaranótt og að morgni mánudagsins 7. febrúar. Vegagerðin hefur gefið út áætlun um lokun á helstu vegum. Vegfarendur eru hvattir til að halda kyrru fyrir en að skoða að öðrum kosti vel vef Vegagerðarinnar áður en lagt er af stað og/eða hafa samband við umferðarþjónustu Vegagerðarinnar í síma 1777. Einnig má benda á ölduspá er afar slæm aðfaranótt þriðjudags.


 
	
			 
					


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				