Föstudagur 25. febrúar 2022 kl. 13:20
Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi lokað
Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna veðurs. Það sama á við um Grindavíkurveg. Á Reykjanesbraut er suðaustan 31 m/s. og 41 m/s í hviðum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.