Reykjanesbraut lokuð við Grænás vegna umferðarslyss
Rétt í þessu varð harður árekstur á mótum Reykjanesbrautar og Hafnavegar. Tveir bílar lentu þar í árekstri. Eignatjón er talsvert og flytja þurfti einn á sjúkrahús til skoðunar. Kölluð var til tækjabifreið slökkviliðs. Lokað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut við Grænás vegna slyssins.
Nánari fréttir af slysinu innan nokkurra mínútna.
Myndin: Meðfylgjandi mynd var tekin af lögreglubíl á leið í útkallið og á móti henni kemur bíll frá Brunavörnum Suðurnesja en í henni var bakvaktarmaður á leið til slökkivistöðvar. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Nánari fréttir af slysinu innan nokkurra mínútna.
Myndin: Meðfylgjandi mynd var tekin af lögreglubíl á leið í útkallið og á móti henni kemur bíll frá Brunavörnum Suðurnesja en í henni var bakvaktarmaður á leið til slökkivistöðvar. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson