Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbraut lokuð vegna bílveltu
Vöruflutningabíllinn þverar veginn og umferð er beint um malarveg. Mynd af Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum
Þriðjudagur 5. september 2023 kl. 08:24

Reykjanesbraut lokuð vegna bílveltu

Reykjanesbraut er lokuð við Hvassahraun í átt að Keflavík vegna bílveltu sem varð þar í nótt og verið að vinna í að opna.

Slysið varð með þeim hætti að vöruflutningabíll með allnokkur tonn af fiski innanborðs valt og þverar veginn, ökumaðurinn slapp með minniháttar meiðsli en unnið að verðmætabjörgun í þessum töluðu orðum. Umferð er beint um malarveg í Hvassahrauni og er ekki vitað hvenær brautin opnar aftur en þó má reikna með að talsvert sé í það.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan biður ökumenn sem eiga leið um brautina að sýna þessu skilning og muna að fara varlega.

Uppfært: Aðgerðum er lokið og opnað var á báðar akreinar ellefu klukkustundum eftir lokin. eykjanesbrautin