Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbraut: Líf að færast í framkvæmdir
Mánudagur 2. júní 2008 kl. 15:11

Reykjanesbraut: Líf að færast í framkvæmdir

Þessa dagana er loksins að færast aftur líf í framkvæmdir við Reykjanesbrautina en þær hafa legið niðri um tíma eftir að verktakinn, Jarðvélar ehf, sögðu sig frá verkinu vegna fjárhagserfiðleika.

Ístak tók við verkinu nú á dögunum eftir að það fór í endurútboð. Fyrirtækið hefur nú komið upp vinnubúðum við Grindavikurafleggjara og hefur undanfarið verið að flytja fjölda vinnutækja á svæðið. Ráðgert er að opna fyrir umferð í október en framkvæmdum og frágangi verði endanlega lokið í byrjun næsta árs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vegfarendur eru minntir á að gæta varúðar þegar ekið er framhjá framkvæmdasvæðinu.