Reykjanesbraut ennþá lokuð
Reykjanesbrautin er ennþá lokuð, þar sem fjöldi bíla af öllum stærðum, eru fastir. Vandræðin eru á Brautinni við þrengingar nærri Kaffitári, þar sem bílar fóru að festast í morgun. Lögreglan og björgunarsveitir hafa verið að reyna að leysa úr hnútnum frá því snemma í morgun.
Varðstjóri, sem Víkurfréttir ræddi við nú rétt í þessu, á von á því að Reykjanesbraut verði ekki opnuð næstu 1-2 tímana. Fyrst þurfi að koma bílum í burtu, þá þurfi að moka brautina. Fólk sé beðið um að halda kyrru fyrir, enda sé ekkert ferðaveður fyrir utan þéttbýlið í Reykjanesbæ.
Mynd: Reykjanesbraut var lokað á Fitjum í morgun og er ennþá lokuð.
Varðstjóri, sem Víkurfréttir ræddi við nú rétt í þessu, á von á því að Reykjanesbraut verði ekki opnuð næstu 1-2 tímana. Fyrst þurfi að koma bílum í burtu, þá þurfi að moka brautina. Fólk sé beðið um að halda kyrru fyrir, enda sé ekkert ferðaveður fyrir utan þéttbýlið í Reykjanesbæ.
Mynd: Reykjanesbraut var lokað á Fitjum í morgun og er ennþá lokuð.