Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Reykjanesbraut boðin út að nýju, verklok í enda árs
Miðvikudagur 23. janúar 2008 kl. 17:52

Reykjanesbraut boðin út að nýju, verklok í enda árs

Ljóst er að bjóða verður út að nýju framkvæmdir við Reykjanesbraut og framkvæmdalok verða væntanlega ekki fyrr en í lok árs í stað júlí eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Samkomulag um áframhald á framkvæmdum tókst ekki á fundi sem  Vegagerðin átti við Jarðvélar og undirverktaka síðdegis í dag.

Því er ljóst að bjóða verður verkið út að nýju. Þegar hefur verið hafin vinna við undirbúning útboðs. Þess má vænta að verkið verið boðið út eftir 6-8 vikur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024