Reykjanesbær veitir Hafsúlunni vínveitingaleyfi
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti fyrir helgi tillögu bæjarritara um að veita Guðmundi Gestssyni útgerðarmanni almennt vínveitingaleyfi til 4 ára fyrir Hvalastöðina ehf, um borð í Hafsúlunni KE.Hafsúlan er tveggja skrokka skemmtiskip, sem hefur verið gert út á hvalaskoðunarferðir frá Reykjavíkurhöfn tvö síðustu sumur. Skipið er hins vegar skrá með heimahöfn í Keflavík og því er það bæjarstjórnarinnar hér að veita skipinu vínveitingaleyfi.
Mynd: Hafsúlan á siglingu við Reykjavík. Mynd af heimasíðu skipsins.
Mynd: Hafsúlan á siglingu við Reykjavík. Mynd af heimasíðu skipsins.