Reykjanesbær: Útlendingar 7% íbúa
Fjórtánhundruð og þrír einstaklingar með erlent ríkisfang voru skráðir með búsetu á Suðurnesjum um síðustu áramót. Langstærsti hluti þeirra eru Pólverjar, 799 talsins. Bandarískir ríkisborgarar voru 77, danskir ríkisborgarar voru 76, Tælendingar 61 og Litháar 60.
Heildarfjöldinn skiptist þannig á milli byggðalaga að 812 erlendir ríkisborgarar voru skráðir með búsetu í Reykjanesbæ, sem lætur nærri að vera um 7% af íbúafjölda.
155 erlendir ríkisborgarar voru með skráða búsetu í Grindavík, 193 í Sandgerði, 179 í Garði og 64 í Vogum. Þetta kemur fram á hagtölum frá Hagstofu Íslands.
Í Reykjanesbæ voru á síðasta ári 313 aðfluttir umfram brottflutta á milli landa en voru 78 árið á undan. Á fyrri árshelmingi þessa árs voru þeir 140. Stærsti hluti þeirra eru erlendir ríkisborgarar.
Mynd: Frá Innri - Njarðvík. Mikil þensla í byggingariðnaði síðustu ár hefur kallað á erlent vinnuafl. Um 7% íbúa Reykjanesbæjar eru með erlent ríkisfang.
Heildarfjöldinn skiptist þannig á milli byggðalaga að 812 erlendir ríkisborgarar voru skráðir með búsetu í Reykjanesbæ, sem lætur nærri að vera um 7% af íbúafjölda.
155 erlendir ríkisborgarar voru með skráða búsetu í Grindavík, 193 í Sandgerði, 179 í Garði og 64 í Vogum. Þetta kemur fram á hagtölum frá Hagstofu Íslands.
Í Reykjanesbæ voru á síðasta ári 313 aðfluttir umfram brottflutta á milli landa en voru 78 árið á undan. Á fyrri árshelmingi þessa árs voru þeir 140. Stærsti hluti þeirra eru erlendir ríkisborgarar.
Mynd: Frá Innri - Njarðvík. Mikil þensla í byggingariðnaði síðustu ár hefur kallað á erlent vinnuafl. Um 7% íbúa Reykjanesbæjar eru með erlent ríkisfang.