Reykjanesbær: Trampólín og ruslagámar á ferð og flugi
Það hefur ýmislegt farið af stað í illviðrinu sem geysað hefur frá því snemma í morgun. Þannig hafa trampólín í Reykjanesbæ fokið út í veður og vind. Einn slíkt fann ljósmyndari Víkurfrétta á bílastæði á Vallarheiði um 100-200 metra frá þeim stað þar sem það stóð upphaflega.
Þá hafa sorpgámar víða farið af stað. Sumir hafa fokið um koll og ruslið flæðir úr þeim og fer örugglega í óvænt ferðalag í vonda veðrinu.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á Vallarheiði í Reykjanesbæ nú áðan.