Reykjanesbær tilnefndur til umhverfisverðlauna
Reykjanesbær er í hópi þeirra 27 aðila sem tilnefndir eru til umhverfisverðlauna Ferðamálastofu 2009. Er það vegna Strandleiðarinnar svonefndu en það er nýr göngustígur meðafram sjávarsíðunni.
Tilgangur verðlaunanna er að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Þau geti með því orðið hvatning til ferðaþjónustuaðila og viðskiptavina þeirra að huga betur að umhverfi og náttúru og styrkja þannig framtíð greinarinnar. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 1995 og er þetta því í 15. skiptið.