Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Reykjanesbær tekur upp virka umhverfisstjórnun
Á ljósmyndinni eru (f.h.): Berglind Ásgeirsdóttir frá Umhverfissviði Reykjanesbæjar; Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri; Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa; og Þorsteinn Svanur Jónsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Klöppum.
Föstudagur 20. desember 2019 kl. 13:40

Reykjanesbær tekur upp virka umhverfisstjórnun

með Klöppum grænum lausnum

Reykjanesbær hefur tekið upp virka umhverfisstjórnun með Klöppum grænum lausnum. Hugbúnaðarlausnir Klappa munu halda utan um starfsemi Reykjanesbæjar í rauntíma og hjálpa sveitarfélaginu að ná metnaðarfullum markmiðum sínum á sviði umhverfismála á næstu misserum. Reykjanesbær hyggst jafnframt gera umhverfisuppgjör fyrir árið 2019 og mæla kolefnisfótsporið af allri starfsemi sveitarfélagsins.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir sveitarfélagið vilja leggja sitt af mörkum í umhverfismálum. Samstarf við Klappir um umhverfisbókhald sé liður í því.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Klappir munu styðja okkur við að kortleggja kolefnisfótspor sveitarfélagsins og afla gagna sem við getum nýtt í samanburð milli ára,“ segir Kjartan Már. „Markmiðið er auðvitað að draga úr kolefnislosun og grípa til aðgerða til að kolefnisjafna sveitarfélagið.“

Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa, fagnar samstarfinu. „ Við skynjum mikinn metnað og kraft hjá Reykjanesbæ á sviði umhverfismála og hlökkum til að vinna með þeim á nýja árinu.“

Um Klappir grænar lausnir:

Klappir grænar lausnir hf. er leiðandi í heiminum á sviði hugbúnaðarlausna í loftslags- og umhverfismálum. Lausnir og aðferðafræði Klappa fela í sér söfnun, vinnslu og miðlun umhverfisupplýsinga, þar sem mögulegt er að greina gögnin, setja upp töluleg markmið og fá heildstæða yfirsýn um mengandi starfsþætti.

Sjá frekar: klappir.com