Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Reykjanesbær tekur þátt í víkingaverkefni
Miðvikudagur 11. ágúst 2004 kl. 16:59

Reykjanesbær tekur þátt í víkingaverkefni

Reykjanesbær tekur þátt í verkefninu Destination Viking, en markmið þess er að samræma þróun og efla markaðssetningu víkingatímabilsins í Evrópu.

Fulltrúar Reykjanesbæjar, Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar, og Gunnar Marel Eggertsson, umsjónarmaður víkingaskipsins Íslendings, sitja nú fund vegna verkefnisins sem fram fer í Grænlandi dagana 10. - 15. ágúst. Fundinn sitja um 30 fulltrúar frá samstarfslöndunum.

Markmið verkefnisins er að vekja athygli á arfleið víkinga á norðvesturslóðum þ.e. í Grænlandi, Íslandi, Færeyjum Noregi og Orkneyjum.

Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og tengist öðrum verkefnum sem ætlað er að efla þekkingu á víkingaarfleiðinni.
Af vef Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024