Reykjanesbær tekur þátt í Rannsóknarsetri í barna- og fjölskylduvernd HÍ
Reykjanesbær skrifaði í vikunni, ásamt fleiri aðilum, undir samstarfssamning við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands um rekstur Rannsóknaseturs í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafaskor Háskóla Íslands.
Setrið verður staðsett við Félagsvísindastofnun á grundvelli undirritaðs samstarfssamnings við stjórnvaldsaðila, hagsmunafélög og þjónustustofnanir. Samstarfsaðilar um um rekstur Rannsóknasetursins eru Barnaverndarstofa, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Félagsmálaráðuneytið, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Þjóðkirkjan, Reykjanesbær og Efling-stéttarfélag.
Meginmarkmið rannsóknaseturs um barna og fjölskyldurannsókir er að efla fjölskyldu-og barnavernd á grundvelli vísindalegra rannsókna og vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði fjölskyldu-og barnaverndar. Sviðið fjölskyldurannsóknir tekur til rannsókna á fjölskyldumálefnum og aðstæðum barna á víðum grundvelli, svo sem: á félagslegum og tilfinningalegum aðstæðum og uppeldisskilyrðum barna og barna með sérþarfir; ungmenni/unglingar og málefni ungmenna; um fjölskyldusamskipti (siðfræði, formgerð og eðli náinna samskipta); lífsskeiðaþróun/fyrirbæri; félagsleg mismunun eftir fjölskyldugerð (einst. frásk.foreldr.); aðstæður fjölsk./barna af erlendu bergi brotin, áföll, kreppur og breytingar í málefnum barna- og fjölskyldna; starfslok, öldrun og málefni aldraðra; samþætting starfs-og fjölskyldulífs; þróun fjölskyldustofnunarinnar; löggjöf og stefnumótun; aðferðaþróun og tilraunaverkefni; þjónustuúrræði og stuðningur í málefnum barna og fjölskyldna, þmt. aldraðra og öryrkja.
Vaxandi gróska er í rannsóknarverkefnum á sviði barna- og fjölskyldurannsókna í félagsráðgjöf við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Námskeið í fjölskyldufræðum eru kennd á BA-og MAstigi og sérstök námslína til starfstengds fjölskyldumiðaðs meistaraprófs, MSW er í boði. Velferðarsvið (áður Félagsþjónustan) Reykjavíkur kostar lektorsstöðu í barnavernd, framkvæmdasjóður aldraðra kostar lektorsstöðu í öldrunarrannsóknum og unnið er að uppbyggingu rannsókna og kennslu á sviði sjálfboðastarfa (NGO) og opinberrar þjónustu með styrk frá RKÍ. Rannsóknasetur um barna –og fjölskylduvernd er vettvangur fyrir samræmda starfsemi í rannsóknum, fræðslu og kennslu er snerta fjölskylduvernd.
Með stofnun Rannsóknaseturs í barna-og fjölskylduvernd við félagsvísindadeild Háskóla Íslands er komið á móts við ákall stjórnvalda, almennings og vinnumarkaðar um frumkvæði vísindamanna og fagfólks að markvissum viðbrögðum í fjölskyldumálefnum.
Mynd og texti af heimasíðu Reykjanesbæjar
Setrið verður staðsett við Félagsvísindastofnun á grundvelli undirritaðs samstarfssamnings við stjórnvaldsaðila, hagsmunafélög og þjónustustofnanir. Samstarfsaðilar um um rekstur Rannsóknasetursins eru Barnaverndarstofa, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Félagsmálaráðuneytið, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Þjóðkirkjan, Reykjanesbær og Efling-stéttarfélag.
Meginmarkmið rannsóknaseturs um barna og fjölskyldurannsókir er að efla fjölskyldu-og barnavernd á grundvelli vísindalegra rannsókna og vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði fjölskyldu-og barnaverndar. Sviðið fjölskyldurannsóknir tekur til rannsókna á fjölskyldumálefnum og aðstæðum barna á víðum grundvelli, svo sem: á félagslegum og tilfinningalegum aðstæðum og uppeldisskilyrðum barna og barna með sérþarfir; ungmenni/unglingar og málefni ungmenna; um fjölskyldusamskipti (siðfræði, formgerð og eðli náinna samskipta); lífsskeiðaþróun/fyrirbæri; félagsleg mismunun eftir fjölskyldugerð (einst. frásk.foreldr.); aðstæður fjölsk./barna af erlendu bergi brotin, áföll, kreppur og breytingar í málefnum barna- og fjölskyldna; starfslok, öldrun og málefni aldraðra; samþætting starfs-og fjölskyldulífs; þróun fjölskyldustofnunarinnar; löggjöf og stefnumótun; aðferðaþróun og tilraunaverkefni; þjónustuúrræði og stuðningur í málefnum barna og fjölskyldna, þmt. aldraðra og öryrkja.
Vaxandi gróska er í rannsóknarverkefnum á sviði barna- og fjölskyldurannsókna í félagsráðgjöf við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Námskeið í fjölskyldufræðum eru kennd á BA-og MAstigi og sérstök námslína til starfstengds fjölskyldumiðaðs meistaraprófs, MSW er í boði. Velferðarsvið (áður Félagsþjónustan) Reykjavíkur kostar lektorsstöðu í barnavernd, framkvæmdasjóður aldraðra kostar lektorsstöðu í öldrunarrannsóknum og unnið er að uppbyggingu rannsókna og kennslu á sviði sjálfboðastarfa (NGO) og opinberrar þjónustu með styrk frá RKÍ. Rannsóknasetur um barna –og fjölskylduvernd er vettvangur fyrir samræmda starfsemi í rannsóknum, fræðslu og kennslu er snerta fjölskylduvernd.
Með stofnun Rannsóknaseturs í barna-og fjölskylduvernd við félagsvísindadeild Háskóla Íslands er komið á móts við ákall stjórnvalda, almennings og vinnumarkaðar um frumkvæði vísindamanna og fagfólks að markvissum viðbrögðum í fjölskyldumálefnum.
Mynd og texti af heimasíðu Reykjanesbæjar