Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær tekur það alvarlega að íþróttamannvirki bæjarins geti hugsanlega valdið heilsutjóni
Miðvikudagur 7. febrúar 2007 kl. 18:12

Reykjanesbær tekur það alvarlega að íþróttamannvirki bæjarins geti hugsanlega valdið heilsutjóni

- Nýrri ryksugu beitt gegn svifryksmengun.

Menningar-, íþrótta- og tómstundaskrifstofa hefur skilað inn skýrslu og aðgerðaráætlun til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja vegna svifryks í Reykjaneshöll.

Í skýrslunni kemur fram að mælingar á svifryki voru gerðar að frumkvæði forstöðumanns Reykjaneshallarinnar í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa í kjölfar kvartana sem bárust.  

Í ljós hefur komið að svifryk í Reykjaneshöll er umtalsvert og yfir þeim heilsuvernarmörkum sem sett hafa verið í reglugerðum vegna loftmengunar utandyra. Ekki eru til viðmiðunarmörk fyrir inniloft á Íslandi og sambærileg aðstaða hefur ekki komið upp í öðrum fjölnota íþróttahúsum þar sem Reykjaneshöllin var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi enda Reykjanesbær þekktur fyrir frumkvöðlastarf á sviði íþróttamannvirkja.

Aðgerðaráætlun MÍT skrifstofu verður tekin til afgreiðslu á fundi heilbrigðisnefndar Suðurnesja en í henni er gert ráð fyrir að gervigrasið verði hreinsað með nýjum tækjabúnaði sem hingað til hefur ekki verið til hér á landi og fullyrt er að nái að hreinsa rykið sem best úr grasinu. Samhliða þessu verður gerð tilraun með nýtt efni sem talið er að geti rykbundið sandinn og dregið verulega úr svifryki.

Auk þeirra ráðstafana og tilrauna til úrbóta verður að beiðni HES sett upp viðvörun á áberandi stað til  iðkenda og gesta í Reykjaneshöll þar sem greint er frá því að á vissum tímum dags geti svifryksmengun verið yfir hættumörkum.

Reykjanesbær tekur það alvarlega þegar í ljós kemur að íþróttamannvirki bæjarins geti hugsanlega valdið heilsutjóni og hefur verið unnið að því að skoða ýmsar mögulegar leiðir til úrbóta frá því að mælingin var gerð.
Góðar líkur á að þær úrbætur sem á undan eru taldar muni skila tilætluðum árangri.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdastjóra menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024