Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær tekur ný lán í stað eldri
Miðvikudagur 13. október 2010 kl. 09:15

Reykjanesbær tekur ný lán í stað eldri

Lánasjóður sveitarfélaga hefur veitt Reykjanesbæ nýtt 14 ára lán til þess að greiða höfuðstól eldra láns á gjalddaga. Samkvæmt ársuppgjöri Lánasjóðsins fyrir síðasta ár var skuld Reykjanesbæjar við sjóðinn rúmlega 2,5 milljarðar króna. Frá þessu er greint á mbl.is.

Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar fyrir helgi var skýrt frá beiðni til sjóðsins þess efnis að afborgunum lána, utan vaxta, yrði frestað á þessu ári og því næsta. Erindinu hafi verið „svarað jákvætt“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðsins, segir í samtali við mbls.is að þetta sé rétt. „Hér er ekki um frestun að ræða, heldur nýtt lán til að endurfjármagna eldra lán.“ Óttar segir Lánasjóðinn hafa endurfjármagnað töluvert af lánum sveitarfélaga.