Laugardagur 26. september 2009 kl. 11:14
Reykjanesbær tekur 213 m.kr. lán
Reykjanesbær ætlar að taka 213 milljóna króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til að endurfjármagna afborganir á lánum bæjarins hjá lánasjóðnum. Bæjarráð samþykkti þetta á fundi sínum á fimmtudaginn. Lánið er til 15 ára. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins.