Reykjanesbær taki yfir allar götur í hesthúsahverfi Mána
Hestamannafélagið Máni hefur óskað eftir því við Reykjanesbæ að farið verði sem fyrst í gerð deiliskiplags á félagssvæði félagsins við Mánagrund ásamt því að Reykjanesbær taki yfir allar götur félagsins á svæðinu.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að unnin sé tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið í samráði við skipulagsfulltrúa. Þeim hluta erindis sem fjallar um gatnagerðargjöld og yfirtöku sveitarfélagsins á gatnagerð er vísað til bæjarráðs.