Föstudagur 21. desember 2001 kl. 11:09
Reykjanesbær taki við Stapanum
Hússtjórn Stapa hefur óskað eftir viðræðum um að Reykjanesbær taki að sér umsjón með húsinu.Þá hefur hússtjórnin kynnt bæjaryfirvöldum erindi varðandi uppsögn á leigusamningi við Jón M. Harðarson. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að eiga viðræður við hússtjórnina um málið.