Reykjanesbær: Tæplega 1200 aðfluttir umfram brottflutta
Aðfluttir umfram brottflutta í Reykjanesbæ á síðasta ári reyndust vera 1,189 talsins, sem er gríðarleg aukning frá árinu 2006 þegar þeir voru 492. Aukningin skýrist að miklu leyti af þeim fjölda fólks sem settist að á háskólasvæðinu eða svokallaðri Vallarheiði.
Aðfluttum umfram brottflutta eru heldur færri milli áranna 2006 og 2007 í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Í Grindavík fluttu 25 fleiri til bæjarins en frá honum á síðasta ári, en voru 59 árið á undan. Í Sandgerði voru aðfluttir umfram brottflutta 36 á síðasta ári en voru 104 árið 2006. Staðan er svipuð í Vogum milli ára, þar voru 89 aðfluttir umfram brottflutta á síðasta ári en voru 86 árið á undan. Í Garði snýst dæmið við. Þar fluttu 59 manns fleiri frá bæjarfélaginu en til þess á síðasta ári. Árið 2006 voru aðfluttir umfram brottfluttta 93.
Eins og undanfarin ár draga Suðurnesin til sín flesta íbúa en þar var flutningsjöfnuður 50 á hverja 1.000 íbúa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Hagstofu Íslands.
Ef búferlaflutningar milli landa og ríksfangi eru skoðaðir þá voru aðfluttir ríkisborgarar 410 fleiri en brottfluttir á Suðurnesjum árið 2007. Hins vegar fluttu 68 fleiri íslenskir ríkisborgarar frá Suðurnesjum en til þeirra.
VF-mynd úr safni
Aðfluttum umfram brottflutta eru heldur færri milli áranna 2006 og 2007 í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Í Grindavík fluttu 25 fleiri til bæjarins en frá honum á síðasta ári, en voru 59 árið á undan. Í Sandgerði voru aðfluttir umfram brottflutta 36 á síðasta ári en voru 104 árið 2006. Staðan er svipuð í Vogum milli ára, þar voru 89 aðfluttir umfram brottflutta á síðasta ári en voru 86 árið á undan. Í Garði snýst dæmið við. Þar fluttu 59 manns fleiri frá bæjarfélaginu en til þess á síðasta ári. Árið 2006 voru aðfluttir umfram brottfluttta 93.
Eins og undanfarin ár draga Suðurnesin til sín flesta íbúa en þar var flutningsjöfnuður 50 á hverja 1.000 íbúa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Hagstofu Íslands.
Ef búferlaflutningar milli landa og ríksfangi eru skoðaðir þá voru aðfluttir ríkisborgarar 410 fleiri en brottfluttir á Suðurnesjum árið 2007. Hins vegar fluttu 68 fleiri íslenskir ríkisborgarar frá Suðurnesjum en til þeirra.
VF-mynd úr safni