Reykjanesbær sýknaður af kröfum landeigenda
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Reykjanesbæ af kröfum jarðaeigenda í Leiru um viðurkenningu á eignarrétti þeirra að landsvæði við Helguvík og landræmu við ströndina í hluta Leirulands. Landsvæði þetta var tekið tekið eignarnámi til flugvallargerðar í lok fimmta áratug síðustu aldar og var talið að landið hefði verið tekið eignarnámi í sjó fram. Beitarréttur á hluta landsins og rekaréttur var þó undanskilinn eignarnámi. Samningur jarðeigenda við íslensa ríkið frá 1958 var ekki talinn hafa breytt eignarhaldi á landinu eða afmörkun þess, að öðru leyti en því íslenska ríkið keypti beitarréttinn.
Dóminn í heild má lesa hér
---
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.